Færsluflokkur: Bloggar
12.8.2008 | 20:52
Flökkulíf
Ég lifi tvöföldu lífi hitt heimilið mitt er 123.is/fiona endilega kíkið við þar er ég að setja inn myndir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2008 | 14:17
Reykvíkingar og útálandilið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.7.2008 | 17:29
Villikonan
Ég get með stolti sagt að ég veiddi þennan fisk algjörlega ein :)
Bóndinn gaf mér stöng ásamt veiðikorti í sumargjöf. 13 júlí var ákveðið að halda á veiðislóðir upp í Skriðdal. Vatnið sem varð fyrir valinu kallast Skriðuvatn. Ég get nú ekki sagt það að ég sé einhver fræðingur í veiðum og aðferðum. Skiptir mig svo sem engu máli hvernig dót er á stönginni. Það sem skiptir mig máli er að þetta lendi á vatninu. En þannig var það í þessu tilfelli þegar ég fékk þennan væna urriða, ég kastaði bara út og dró inn og í þriðja skiptið þá hélt ég bara að ég væri búin að festa mig í grjóti eða arfa. Svo var mikil gleði þegar ég sá hvað í stefndi, jibbí á landi var minn fyrsti alvöru fiskur, svo veiddist ekki meir þann daginn. Við enduðum veiðitúrinn í Hjaltastaðaþinghá nánar tiltekið á bænum Dalir, en þar býr amma Erna. Ég með mitt góða hjarta var búin ákveða það að ef við fengjum einhvern fisk þá fengi hún hluta af aflanum. En þar sem að við fengum bara einn þá var hann ætlaður henni. Fiskurinn minn góði vigtaðist 5 og ½ pund en fyrir þá sem ekki eru góðir í pundum þá var hann 2.7 kíló. Og ég er svo montin að ég hreinlega vissi ekki að ég ætti þetta í mér að geta rifnað af monti. En frá og með deginum í dag þá hefur veiðistöngin mín fengið nafn og nefnist hún gullstöngin. Ástæðan fyrir því er einföld ég er bara búin að veiða á stöngina mína en mitt heittelskaði ekkert ef frá er talinn tittur sem var svo lítill að stöngin hjá honum bognaði ekki einu sinni. Við komum heim frá veiðum í vatni sem er í Breiðdal og þar fékk ég einnig fallegan fisk en í minni kantinum en hinn. Ég sauð hann bara fyrir kisuna okkar. Og ég get með sanni sagt að það er að brjótast villimaður út í mér sem hefur legið í dvala síðan á dögum steinaldamannanna. Ég hef tekið þá ákvörðun að ég ætla ásamt vinkonu minni að skella mér í skotvopnanámskeið og halda á vit ævintýra í skurðum og upp á hátinda Fjarðabyggðar í haust og vetur með riffil á bakinu að stunda sjálfsþurftarbúskap og veiða í matinn. Snjósa kveður í bili að rifna úr monti og urrandi af villiskap. J
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.2.2008 | 08:46
Til hvers?
Held að það sé kominn tími til að blogga eitthvað.....en málið er að ég hef ekki hugmynd hvað á að segja. Er búin að sitja og hugsa núna í tæpan klukkutíma en mér dettur bara ekkert í hug. Reyndar var ég að koma heim í fagra fjörðinn Reyðarfjörð. Við skötuhjúin skelltum okkur á æskuslóðir mínar nánar tiltekið norður á Akureyri. Tilgangur með ferðinni var að heiðra ömmu og Ásu frænku á merkisdeginum 16. febrúar. Ég sé ekkert eftir því að hafa farið. Þarna var múgur og margmenni og gaman að sjá ættingja sem maður hefur ekki séð til fjölda ára. Hlaðborðið svignaði undan gómsætum tertum og allir voða glaðir. Eina sem setti kannski strik í reikninginn var íbúðin sem við leigðum ásamt Maríu frænku. Mæli sko ekki með henni. En ég nenni nú ekki að fara í þá sálma. Græddi svo afmælisboð í afmælisveislunni, ætlum að heiðra frænku mína á laugardaginn en hún varð 4 ára 20. febrúar. Þannig að það verður rúntur á Eskifjörð með stoppi í efnalauginni. Amma kemur sennilegast og gistir yfir helgina hjá okkur, en nota bene hún hefur ekki enn komið og kíkkað í heimsókn. Þá ætla ég sko að stjana í kringum hana....leyfa henni að njóta þess að vera í fríi...er sko búin að plana góðan mat og slökun. Kannski fara bara með hana í bíltúr eitthvað. En nú er ég hætt í bili er bara farin að bulla....var líka að koma heim úr vinnunni
Skelli þessari dásamlegu mynd hérna inn, svona í tilefni þess að þau áttu brúðkaupsafmæli um daginn og amma átti afmæli 16. febrúar og afi á afmæli 24. febrúar. Til hamingju elskurnar mínar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2007 | 19:09
Hátíðir
JÓLIN ERU HOPP OG JÓLIN ERU HÍ!! Já af hverju er þetta ekki oftar á ári? Maður spyr sig. EKki held ég nú samt að það sé sniðugt. Eins og ég ætla að koma orðum að....ég er búin að öllu!! nú er bara að bíða og vinna. Hmmm jú og föndra konfekt...án aðstoðar ma. fjúff veit ekki hvernig árangurinn verður hjá mér. Vona að eitthvað heppnist. Ég tók þann pólinn í hæðina að vera oggu poggu kærulaus þetta árið.....ég sleppi því að þvo inn í fataskápana, eldhússkápana , loftin, veggina, nú bara þurrkaði ég af og skúraði gólfin...ég meina hver er að kíkja inn í skápana hjá manni? ENGINN! nákvæmlega. Hátíðin gengur alveg í garð hvort sem það er ryk eða ekki. Og já á meðan ég man....ég baka ekkert...nú er hægt að kaupa þetta tilbúið og hver tekur eftir því hvort þetta er heimagert eða ekki. Veit ekki alveg hvað er að gerast í kollinum...en kannski hef ég heyrt það aðeins of mikið undanfarið hvað ég sé lík Ásu frænku eða Snjólaugu ömmu....hjúkk get sko alveg sannað það að þetta er óþarfi....Snjólaug getur haldið jólin....ætla bara að njóta þesss að eiga notalegar stundir með manninum í skammdeginu að hlusta á jólalög með Vilhjálmssystkinum Ellý og Vilhjálmi og gæða mér á piparkökum úr Krónunni...Kveð að sinni í jólagírnum án alls stress. Farið vel með ykkur vinirnir mínir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2007 | 18:41
bloggedí blogg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.10.2007 | 15:37
Réttir og göngur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.10.2007 | 11:50
Traust og svik
Stal dælulykli viðskiptavinar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2007 | 21:47
Sölumenn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2007 | 12:31
kraftmiklir bílar
Það er alltaf misgott að lesa svona fréttir, Það er eitthvað sem þarf að gera í svona málum. Mér finnst að það eigi að hækka aldurinn í 18 ár og setja búnað í bílana sem stillir þá á max hraða. Unglingarnir sem eru nýskriðnir úr ökuskólanum og með nýstraujað skírteini í höndunum eru að kaupa sér allt of kraftmikla bíla að mínu mati. Og hvaða 17 ára gamlir ökumenn hafa efni á því að staðgreiða svona dúndurbíla?
Stöðvaður á 150 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)