Villikonan

 vinnan 023

Ég get með stolti sagt að ég veiddi þennan fisk algjörlega ein :)

Bóndinn gaf mér stöng  ásamt veiðikorti í sumargjöf.  13 júlí var ákveðið að halda á veiðislóðir upp í Skriðdal.  Vatnið sem varð fyrir valinu kallast Skriðuvatn.  Ég get nú ekki sagt það að ég sé einhver fræðingur í veiðum og aðferðum.  Skiptir mig svo sem engu máli hvernig dót er á stönginni.  Það sem skiptir mig máli er að þetta lendi á vatninu.  En þannig var það í þessu tilfelli þegar ég fékk  þennan væna urriða,  ég kastaði bara út og dró inn og í þriðja skiptið þá hélt ég bara að ég væri búin að festa mig í grjóti eða arfa.  Svo var mikil gleði þegar ég sá hvað í stefndi, jibbí á landi var minn fyrsti alvöru fiskur, svo veiddist ekki meir þann daginn.  Við enduðum veiðitúrinn í Hjaltastaðaþinghá nánar tiltekið á bænum Dalir, en þar býr amma Erna. Ég með mitt góða hjarta var búin ákveða það að ef við fengjum einhvern fisk þá fengi hún hluta af aflanum.  En þar sem að við fengum bara einn þá var hann ætlaður henni.  Fiskurinn minn góði vigtaðist 5 og ½ pund…en fyrir þá sem ekki eru góðir í pundum þá var hann 2.7 kíló.  Og ég er svo montin að ég hreinlega vissi ekki að ég ætti þetta í mér að geta rifnað af monti.  En frá og með deginum í dag þá hefur veiðistöngin mín fengið nafn og nefnist hún gullstöngin.  Ástæðan fyrir því er einföld ég er bara búin að veiða á stöngina mína en mitt heittelskaði ekkert ef frá er talinn tittur sem var svo lítill að stöngin hjá honum bognaði ekki einu sinni.  Við komum heim frá veiðum í vatni sem er í Breiðdal og þar fékk ég einnig fallegan fisk en í minni kantinum en hinn. Ég sauð hann bara fyrir kisuna okkar.  Og ég get með sanni sagt að það er að brjótast villimaður út í mér sem hefur legið í dvala síðan á dögum steinaldamannanna.  Ég hef tekið þá ákvörðun að ég ætla ásamt vinkonu minni að skella mér í skotvopnanámskeið og halda á vit ævintýra í skurðum og upp á hátinda Fjarðabyggðar í haust og vetur með riffil á bakinu að stunda sjálfsþurftarbúskap og veiða í matinn.  Snjósa kveður í bili að rifna úr monti og urrandi af villiskap.  J 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dæmi:  Gaman að sjá þig skrifa eitthvað af sjálfri þér,  ekkert skrifað í langan tíma það væri nú gaman að hitta þig/ykkur við tækifæri.  Hafið það gott þarna fyrir austan.  kærar kveðjur

Þetta er svona svipað og fólk gerir þegar það fer inn á bloggsíður hjá fólki.  En kannski á maður það ekki skilið þar sem maður er nú svaka latur við að lesa dagbækur hjá öðrum.

Snjólaug (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 08:50

2 identicon

Glæsilegur fiskur hjá þér. Spik feitur og pattaralegur, -ekki laust við að ég öfundi þig svolítið, var nefnilega að koma úr veiði, átti tvo daga í Kolku og Hjaltastaðaá og fékk ekki bröndu. Til hamingju Snjósa.

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 12:22

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Til hamingju með glæsilegan fisk! það verður gaman að fylgjast með frekari afrekum þínum

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.7.2008 kl. 22:41

4 identicon

össs þú villimannur og mörderer...bíddu bara kóngó kemur muuuwwahahahah :)

inga akureyris (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 03:59

5 identicon

Það er aldeilis geggj flottur fiskur gangi þer nú vel í næsta veiðitúr kv María frænka

Maria Þorláksdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband