14.10.2007 | 15:37
Réttir og göngur
Já hér getur að líta Dyrfjöllin í öllum sínum skrúða. Þarna hef ég lent í þeim verstu og eftirminnilegustu göngum sem ég upplifað. Þetta voru fyrstu og síðustu göngur mínar á ævinni. Ég er almennt ekki hrifin af sauðkindinni. Veit ekki af hverju, þrátt fyrir að ég sé alin upp í sveit. Alveg síðan ég man eftir mér hef ég haft óbeit á þessum ''dýrum''. Maður er kannski að keyra eftir þjóðveginum og nei hvaða hvað maður þarf að snarhemla og stofna sér í hættu út af einhverri rollu með börnin 2 sér við hlið. Maður bíbbar en hún horfir á mann með einhverjum versta svip sem maður hefur séð....eins og til dæmis........Ég er yfir þig hafin og þú getur ekki fengið mig til að hreyfa mig þótt þú notir þennan lúður á mig og mína....svo bara jórtrar þetta í rólegheitum mengað gras. En Svo ég segi frá göngunum í stuttum pistli. Þetta var árið 2003 og ég bauðst til að hjálpa ömmu við smalamennskuna. Ekkert mál sagði ég bara í símann og brunaði í Dali sem eru í Hjaltastaðaþinghá. Græjaði mig í svona föt sem allir klæðast við göngur. Amma fór og græjaði bikkjuna...sem er sko orð með réttu. Rétt fetaði áfram og til að segja ykkur það þá var ég fótgangandi en allir aðrir í sveitinni á hestum. Amma lagði mér lífsreglurnar á leiðinni upp fjallið. Þú átt að fylgjast með manninum fyrir ofan þig og ekki missa sjónar og blablablalbalalbl......var hætt að taka eftir. Svo var ég komin eitthvert langt frá mannabyggð upp í fjall og á stað sem ég hafði aldrei komið á áður. Þekkti ekkert til. Sá gæjann og labbaði á eftir honum og svo eins og ég sagði allir á hestum NEMA ÉG!!!! Bíddu við hvert fór hann??? Hann bara hvarf svo ég settist á stein og beið eftir honum klukkan var um það bil 14:00 og ég beið og beið en hann bara birtist ekki...ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að hreyfa mig. Ef hann skyldi láta sjá sig. Leit á klukkuna.....18:00...sólin var farin að síga og í mistrinu sá ég hvítan hóp af jarmandi sauðkind og ég einhversstaðar langt í burtu og vissi ekkert hvaða leið ég átti að fara....klukkan 20:30 komst ég niður og allir litu á mig eins og ég væri týndi sauðurinn. Hvar varstu...hvað varstu að gera o.svfr....Það sauð á mér, ég var að bíða eftir manninum sem reið út í buskann og kom aldrei aftur. Eftir þetta ákvað ég að ég ætti ekkert erindi í svona aðgerðir...þá var nú betra að taka bara á móti þessu í sláturhúsinu. Af hverju er ekki bara hægt að kalla á þessa drottnara fjallana eins og maður kallar á Snata???? Þá væri þetta allt einfaldara. Ekki satt? Nei mér rifjaðist þessi saga upp þegar ég var að fara yfir myndirnar mínar og lét þessa sögu fylgja með Dyrfjöllunum.
Athugasemdir
Góð saga! En ég fór eitt sinn að vinna í sláturhúsi, og entist frá 8 fram að tíu kaffinu þá var ég komin með svo mikla klígju af volgu blóði og líklyktinni að ég sagði upp og lallaði aftur í frystihúsið,
Guðrún Sæmundsdóttir, 14.10.2007 kl. 19:33
hehe já ekki góð ending hjá þér mín kæra....ég entist í 6 sláturvertíðar...kannski smámunur á okkur...!! Enda geta líka ekki allir verið eins.
Snjósa, 14.10.2007 kl. 21:39
Hæhæ langaði bara að segja hæ við þig. Ég hef aldrei unnið á sláturhúsi og myndi sko ekkert langa að prufa það hehe. Það er nóg að taka við dýrunum í pörtum og pakka þeim í poka. Þá þarf maður ekki að sjá neitt blóð alla vegna mjög lítið :) Bið bara að heilsa Bjössa
Anna Bryndís (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 21:20
Hérna.... Knús í krús til ykkar fasteignaeigenda :)
Sólveig (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.