Traust og svik

Allt í lagi mér er spurn....er hægt að treysta í einu og öllu starfsfólki í dag?  Teljið þið afganginn sem þíð fáið til baka?  Skoðið þið kvittanir sem þið fáið eftir að hafa beðið um framyfir á kortinu eða takið þið miðann til baka?  Nú hef ég heyrt um dæmi þar sem starfsmaður var að ''klinka'' í búð.  Hann hugsar með sér æji 5 kall hérna hann tekur ekkert eftir því...eða það sem meira er menn halda almennt að ''heldra fólkið'' sé svo vitlaust að það fatti það ekkert hvort það fái réttan 2500 kall til baka eða ekki.  Mér líst ekkert á þetta.  Svo eru komnir í notkun posar þar sem maður þarf ekki að skrifa undir.  Afgreiðslufólkið veifar miðanum sem sönnun fyrir því að þetta hafi farið í gegn.  Ég held að það sé frekar mikið um þetta í dagsins önn. Menn eru alla jafna í kapphlaupi við tímann og gefa sér ekki nægan tíma til að skoða og pæla.  En hvernig getur þetta verið mannleg mistök????  Vissi hún ekki hvað hún var að gera?  Nei ekki fyrst markaðsstjórinn talar um ''mannleg mistök''.  En mín orð til ykkar eru að þið megið endilega til með að gefa ykkur tíma í einu og öllu og tékka á því hvort um er að ræða traust eða svik.  Eigið góðan dag.Grin
mbl.is Stal dælulykli viðskiptavinar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Hef það fyrir sið að renna alltaf yfir kvittanir stórverslananna á leiðinni út, og ýmislegt merkilegt komiðí ljós.  Eins og tvísláttur á vöru, sem ég hafði aðeins verslað eitt eintak af, eða uppgefinn afsláttur í hillu ekki til staðar við kassannn ofl.  En þeim til hróss er ekkert mál að fá þetta leiðrétt og endurgreitt, ef ég nenni að fara AFTUR í röðina.  Svo ég er sammála þér að við verðum að hafa varann á.

Sigríður Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 19:58

2 identicon

Þar sem að ég hef nú mikið verið að vinna við svona vinnu... Þá er þetta alls ekki ætlunin hjá fólki. En þó geta verið sauðir inn á milli. En þetta kemur þá bara í hausinn á þeim. Öryggið er orðið það mikið að það er hægt að rekja allt nú til dags og myndavélar allsstaðar!

knús í hús!

Sólveig (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband