28.9.2007 | 12:31
kraftmiklir bílar
Það er alltaf misgott að lesa svona fréttir, Það er eitthvað sem þarf að gera í svona málum. Mér finnst að það eigi að hækka aldurinn í 18 ár og setja búnað í bílana sem stillir þá á max hraða. Unglingarnir sem eru nýskriðnir úr ökuskólanum og með nýstraujað skírteini í höndunum eru að kaupa sér allt of kraftmikla bíla að mínu mati. Og hvaða 17 ára gamlir ökumenn hafa efni á því að staðgreiða svona dúndurbíla?
Stöðvaður á 150 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í flestum tilvikum eiga þessi börn ekkert í bílunum. Glitnir, Lýsing og öll þau gæðafyrirtæki eru meira en tilbúin til að hjálpa þessum greyjum að setja sig í milljónaskuldir og bankarnir hjálpa til með vænri slummu af yfirdrætti á bónusvöxtum.
Reyndar er ég meira á því að setja eigi takmarkanir á vélarstærð og hestaflatölu sem börn meiga aka. Til dæmis við 70hö! Hefur verið gert við mótorhjól og nú á bara að fylgja því eftir með að setja samsvarandi reglur með bíla.
Ellert (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.