Reykvíkingar og útálandilið

P8060141Að fara til Reykjavíkur er erfitt fyrir líkamann.  Hann spennist allur upp og maður verður ör, pirraður og stressaður.  Sem dæmi má nefna að ég skil ekkert í borgarstjóranum að senda mér ekki bréf þess efnis að hingað og þangað um borgina er búið að breyta gatnakerfinu og pota niður ljósum, byggja brýr og smáhúsin sem maður notaði til að rata á næsta stað hafa vikið fyrir háhýsum.  Það eru vinnusvæði útum allt og þar af leiðandi hafa byggingarverktakarnir sett niður skilti til að hægja á umferðinni.  En það fer bara enginn eftir þeim nema ein manneskja og það er Snjólaug.  Ég er bara landsbyggðarhyski sem veit ekki betur en að tilgangur skiltanna er til að fara eftir þeim.  Og að verða valdur að árekstri bara af því að ég hægi á mér þegar sagt er að 50 er hámarkið er fásinna.  Menn geta bara gleymt því að pota niður skiltum þarna í borginni því það fer enginn eftir þeim, og ef það er einhver sem gerir það er hann bara asni í augum annara vegna þess að það er bara flautað og jafnvel puttinn sendur út í loftið.  Sko ég gerði tilraun á 80 km götu og hún var sko ekki að virka.  Umferðin þar var hraðari heldur en á þjóðvegi 1.  Bílarnir hurfu bara út í buskann.  Þannig að ég tók á það ráð að prufa að halda mér við einn bíl og ég var á 110.  Hvað er eiginlega málið?  Hvar er lögreglan?  Sést hún bara á kvöldin þegar stór hluti Reykjavíkurfólks er farinn í bælið og þeir sem eru á fótum eru 17 ára guttar sem aka um á tryllitækjum sem þeir ráða ekki við?  Nei þvílikt rugl.  Ég er sko alveg til í að vera bara heima hjá mér á Reyðarfirði þar sem umferðin silast bara áfram og maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því að einhver stresspungur reki puttann í loftið og þenji flautuna bara vegna þess að ég virði hraðatakmörk.  Ég gæti skrifað 5 blaðsíður í viðbót um sumarfríið og verslunarmannahelgina en ég ætla nú samt ekki að gera það núna verð að spara orðaforðann til að eiga í næstu færslu.  Bið bara að heilsa í bili og endilega farið varlega í umferðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nei herðu ...það er svo gaman að bruna eins og þeytispjald um borgina hahaha, allavega EKKI bakkað á mann þar sko :)

en takk fyrir kommentið dúlla...já er hann ekki bara sætur :)  er allavega úbbbber spennt híhí

ings (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 16:03

2 identicon

hæ kella til hamingju með fiskinn þinn

hm með byssumálin

verður örugglega flott þar

en er þú reiðist við einhvern, geimdu þá byssuna heima,

heh, svo auðvelta að láta helvítin dansa sma

kúlu hopp

ekkert fara í þann pakka, ps þetta voru skilaboð frá Töru

og mér líka

helga

helga (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband