Til hvers?

Held að það sé kominn tími til að blogga eitthvað.....en málið er að ég hef ekki hugmynd hvað á að segja.  Er búin að sitja og hugsa núna í tæpan klukkutíma en mér dettur bara ekkert í hug.  Reyndar var ég að koma heim í fagra fjörðinn Reyðarfjörð.  Við skötuhjúin skelltum okkur á æskuslóðir mínar nánar tiltekið norður á Akureyri.  Tilgangur með ferðinni var að heiðra ömmu og Ásu frænku á merkisdeginum 16. febrúar.  Ég sé ekkert eftir því að hafa farið. Þarna var múgur og margmenni og gaman að sjá ættingja sem maður hefur ekki séð til fjölda ára.  Hlaðborðið svignaði undan gómsætum tertum og allir voða glaðir.  Eina sem setti kannski strik í reikninginn var íbúðin sem við leigðum ásamt Maríu frænku.  Mæli sko ekki með henni.  En ég nenni nú ekki að fara í þá sálma.  Græddi svo afmælisboð í afmælisveislunni,  ætlum að heiðra frænku mína á laugardaginn en hún varð 4 ára 20. febrúar.  Þannig að það verður rúntur á Eskifjörð með stoppi í efnalauginni.  Amma kemur sennilegast og gistir yfir helgina hjá okkur, en nota bene hún hefur ekki enn komið og kíkkað í heimsókn.  Þá ætla ég sko að stjana í kringum hana....leyfa henni að njóta þess að vera í fríi...er sko búin að plana góðan mat og slökun.  Kannski fara bara með hana í bíltúr eitthvað. En nú er ég hætt í bili er  bara farin að bulla....var líka að koma heim úr vinnunni

 

amma og afi Skelli þessari dásamlegu mynd hérna inn, svona í tilefni þess að þau áttu brúðkaupsafmæli um daginn og amma átti afmæli 16. febrúar og afi á afmæli 24. febrúar.  Til hamingju elskurnar mínar Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

hæ kæra frænka það var gaman að hitta ykkur á Akureyri Rosalega er myndin af ömmu þinni og afa sæt En allavega er allt í fínu hérna í Hafnarfirðinum alltaf snjór en þá er einmitt allt svo fallegt nema göturnar Bið að heilsa öllum sem ég þekki á Reyðarfirði ( man að vísu ekki eftir neinum nema ykkur skötuhjúunum) En það er aldrei að vita

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.2.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband