20.11.2007 | 18:41
bloggedí blogg
Langt síðan síðast.....svo langt að ég er búin að flytja síðan ég bloggaði og erum við flutt til Reyðarfjarðar í alveg geggjað hús. Það er líka nóg að gera í vinnunni.....endalaus start up þar sem við höfum rafmagn til þess. Smátt og smátt verðum við komin með 330 ker í notkun en erum bara með held ég 80 eða eitthvað álíka. Við fengum fyrstu næturgestina um helgina...Tvær ungar dömur af Héraðinu komu hingað á Reyðarfjörð gagngert til að vera með í konukvöldi sem var planað. Það var alveg geggjað...og mér til mikillar undrunar þá kom ég sjálfri ´mér á óvart og tók upp hljóðnema og fór að syngja!!!!! Halló og ég er orðin mjög svo húkkt á singstar verð að fá mér svona græju, :) En ég nenni ekki að skrifa meira í bili er að fara í vinnuna ciao amigos :)
Athugasemdir
ha?
flutt?
á Reyðarfjörð?
akkru?
Sigrún Dóra, 23.11.2007 kl. 18:56
Takk fyrir gistinguna og svo ég tali nú ekki um sönginn
Verður að bjóða mér í heimsókn þegar þú ert búin að fjárfesta í græunni
Eygló (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 12:05
Frænku minni? Það eru nú helst frændar sem ég á á Reyðó - eruð þið hjá Marínó eða Sigurbirni?
Sigrún Dóra, 27.11.2007 kl. 11:53
Fallegt hús! En mig langar samt ennþá að fá þig norður aftur!!!!
Sólveig (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 12:15
Til hamingju með nýja húsið, ég kem einhvertíma í heimsókn Bestu kveðjur
Guðrún Sæmundsdóttir, 27.11.2007 kl. 23:36
Já Sigrún mín áttu ekki frænku sem heitir Alma?
Snjólaug Erna Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 19:02
Hæhæ gaman að þið ákváðuð að flytja á Reyðarfjörð. En eg er samt sammála henni Sólveigu um að þið eigið að koma norður ekki færa ykkur lengra frá okkur. Hlakka til að hitta þig og Bjössa næst.
Bestu kveðjur frá akureyri
Anna Bryndís
Anna Bryndís (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 22:02
aaahhh auddað... var alveg búin að gleyma að hún byggi þarna líka...bið að heilsa
Sigrún Dóra, 1.12.2007 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.